Velkomin á heimasíðu Jökulsárhlaups. 

 

Kæru hlauparar, næsta hlaup verður haldið laugardaginn 12. ágúst 2017. 

Skráning í hlaupið hefst 1.júní 2017 

13. Jökulsárhlaupið tókst mjög vel í alla staði þrátt fyrir bongó blíðu á leiðinni.  

Úrslit 2016 er hægt að sjá hér  

Vegalengdir í boði

Í Jökulsárhlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss. Millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum

Skráning

Skráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur kl. 20:00 þann 1. ágúst.  Athugið að ef skráning á sér stað eftir 20. júlí er ekki hægt að tryggja að viðkomandi hlaupari fái merktan hlaupabol. Hámarksfjöldi í hlaupið er 250 manns, óháð hlaupaleið.

Mæting í Gljúfrastofu

Á hlaupadaginn þurfa þátttakendur að mæta í Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í mynni Ásbyrgis, til að fá hlaupanúmer. Tímasetning mætingar er mismunandi eftir hlaupavegalengd 

Kort af leiðinni

Vatnajökulsþjóðgarður veitti Jökulsárhlaupi styrk í formi aðgangs að grunnkorti þeirra af Jökulsárgljúfrum og Hans Hansen kortagerðamaður var okkur innan handar með að merkja inn hlaupaleiðina.

Styrktaraðilar

  • logodanwww1
  • fjallalamblogo.fw
  • nordurthing.fw
  • vatnavatna